[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Guðrún Brá Björgvinsdóttir , Íslandsmeistari úr Keili, er í 50. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Tip-sport Czech mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. Guðrún lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er á einu höggi undir pari.
* Guðrún Brá Björgvinsdóttir , Íslandsmeistari úr Keili, er í 50. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Tip-sport Czech mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. Guðrún lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er á einu höggi undir pari. Á hún góða möguleika að komast í gegnum niðurskurðinn í dag.

*Körfuknattleiksmaðurinn Breki Gylfason hefur gert samkomulag við ÍR og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu í gær en Breki kemur til ÍR-inga frá Haukum, sem féllu úr efstu deild í vetur. Breki, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, hefur leikið með Haukum frá árinu 2016. Þá hefur hann verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár og leikið með yngri landsliðum.

*Knattspyrnukonan Betsy Hassett hefur verið valin í landsliðshóp Nýja-Sjálands fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Hassett hefur spilað á Íslandi síðustu fimm ár með KR og Stjörnunni.

*Víkingur tilkynnti í gær að Gísli Jörgen Gíslason muni leika með karlaliði félagsins í handknattleik næsta vetur en Víkingur er í næstefstu deild. Gísli er Ísfirðingur en lék í vetur með Þór Akureyri.