Ánægja Fulltrúar ÍD og FÍL ánægðir eftir undirritun samnings.
Ánægja Fulltrúar ÍD og FÍL ánægðir eftir undirritun samnings. — Ljósmynd/Einar Hrafn Stefánsson
Stofnanasamningur milli Félags íslenskra leikara (FÍL) og sviðslistafólks og Íslenska dansflokksins (ÍD) var undirritaður í fyrradag en þann 10. júní hafði FÍL skrifað undir kjarasamning fyrir danshöfunda hjá ÍD við ríkið.

Stofnanasamningur milli Félags íslenskra leikara (FÍL) og sviðslistafólks og Íslenska dansflokksins (ÍD) var undirritaður í fyrradag en þann 10. júní hafði FÍL skrifað undir kjarasamning fyrir danshöfunda hjá ÍD við ríkið. Í tilkynningu segir að stofnanasamningur þessi og kjarasamningurinn sem hann tengist séu fyrstu danshöfundasamningar sem gerðir hafi verið á Íslandi og að þeir séu árangur margra ára baráttu FÍL og ÍD. „Með samningunum eru danshöfundar loksins komnir á sama stað og aðrir listrænir stjórnendur hjá opinberum sviðslistastofnunum hvað varðar laun og réttindi,“ segir í tilkynningu og að samninganefndir vilji þakka öllum sem að verkefninu komu, sem og mennta- og menningarmálaráherra fyrir veittan stuðning.

Samninginn undirrita f.h. ÍD, Erna Ómarsdóttir, Hlynur Páll Pálsson og Jóhanna Jafetsdóttir og fyrir hönd FÍL, Birna Hafstein, Hrafnhildur Theodórsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir.