Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi um hlutverk sitt í þáttunum Katla sem voru heimsfrumsýndir á Netflix á dögunum og hvernig það hafi verið að taka þættina upp á Covid-tímum.
Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar þar sem hún ræddi um hlutverk sitt í þáttunum Katla sem voru heimsfrumsýndir á Netflix á dögunum og hvernig það hafi verið að taka þættina upp á Covid-tímum. Guðrún hefur aldrei áður leikið en margir Íslendingar hafa deilt því á samfélagsmiðlum undanfarið hve leikur Guðrúnar hafi verið góður. „Þetta er bara svo líkt því að vera á sviði, að syngja fyrir framan annað fólk. Þú ert bara að koma einhverri tilfinningu á framfæri til hlustandans, eða áhorfandans eða fyrir framan manneskjur eða fyrir framan myndavél,“ segir Guðrún í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni á K100.is.