Hátt á annað hundrað björgunarsveitarfólks leituðu í gærkvöldi erlends ferðamanns sem varð viðskila við eiginkonu sína í grennd við gosstöðvarnar í Geldingadölum á Reykjanesskaga um miðjan dag í gær.

Hátt á annað hundrað björgunarsveitarfólks leituðu í gærkvöldi erlends ferðamanns sem varð viðskila við eiginkonu sína í grennd við gosstöðvarnar í Geldingadölum á Reykjanesskaga um miðjan dag í gær.

Maðurinn hafði enn ekki komið í leitirnar þegar Morgunblaðið fór í prentun.

„Það er ekkert skyggni á svæðinu og leiðinlegt veður, þannig að við erum að leita allt í kringum gossvæðið og alls staðar þar sem við teljum að hann gæti hafa farið,“ sagði Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út, auk leitar- og sporhunda af fleiri svæðum, ásamt öllum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu.