Sheryl Crow hefur notið mikilla vinsælda.
Sheryl Crow hefur notið mikilla vinsælda. — AFP
Þolraun 25 ára gamall tónlistarkennari, Sheryl Crow að nafni, fékk einstakt tækifæri sem listamaður þegar hún var ráðin bakraddasöngkona hjá einum vinsælasta tónlistarmanni heims, Michael Jackson, árið 1987.
Þolraun 25 ára gamall tónlistarkennari, Sheryl Crow að nafni, fékk einstakt tækifæri sem listamaður þegar hún var ráðin bakraddasöngkona hjá einum vinsælasta tónlistarmanni heims, Michael Jackson, árið 1987. Við tók langur túr, þar sem hún deildi sviðsljósinu með Jackson í nokkrum lögum á 123 tónleikum næstu 16 mánuðina. En utan sviðs var róðurinn þyngri, að því er Crow greinir frá í viðtali við breska blaðið Independent, en umboðsmaður Jacksons, Frank DiLeo, mun ítrekað hafa áreitt hana kynferðislega og hótað að leggja nýhafinn feril hennar í rúst kjaftaði hún frá. Mikil depurð kom í kjölfarið.