Á sýningu Verk eftir Halldór Ragnarsson.
Á sýningu Verk eftir Halldór Ragnarsson.
Halldór Ragnarsson opnar kl. 16 í dag, laugardag, sýninguna Tungumálið sem ég næ að gráta við í Listamönnum galleríi. „Minningar um draumfarir næturnar? Plön um komandi daga? Sælar minningar? Hugsanir um hvað mætti betur fara?

Halldór Ragnarsson opnar kl. 16 í dag, laugardag, sýninguna Tungumálið sem ég næ að gráta við í Listamönnum galleríi.

„Minningar um draumfarir næturnar? Plön um komandi daga? Sælar minningar? Hugsanir um hvað mætti betur fara? Samanburður við náungann í næsta húsi? Söknuður í fortíðina? Tilhlökkun í framtíðina? Ógeðið á sjálfum sér eða jafnvel bara hreina og beina hamingjan?“ er spurt í tilkynningu og mögulega fást svör við þessum spurningum á sýningunni.

Halldór segir tilgang sýningarinnar að losa sig við hversdagslegar tilfinningar og hugsanir sem flestir hafi fundið fyrir, góðum og slæmum, að koma þeim úr hausnum á sér og skila þeim af sér í eitthvað annað, staldra svo við um stund, íhuga og halda svo áfram.

„Ég hugsa þessar setningar ekkert ósvipað eins og abstrakt málverk, þar sem ekkert er í eiginlegri tímaröð heldur miklu frekar sem myndræna heild sem myndar heim hugsunar,“ skrifar Halldór.