EM23 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppti í Tallinn í gær.
EM23 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppti í Tallinn í gær. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var aðeins 8/100 úr sekúndu frá því að komast í undanúrslit í 200 m hlaupi kvenna á Evrópumóti U23 ára í Tallinn í Eistlandi í gær. Guðbjörg, sem er 19 ára gömul, varð í 27.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var aðeins 8/100 úr sekúndu frá því að komast í undanúrslit í 200 m hlaupi kvenna á Evrópumóti U23 ára í Tallinn í Eistlandi í gær. Guðbjörg, sem er 19 ára gömul, varð í 27. sæti á 24,40 sekúndum en 24 fyrstu komust í undanúrslitin. Íslandsmet hennar er 23,45 sekúndur en sá tími hefði fært henni fimmta sætið í gær. Í dag keppa Erna Sóley Gunnarsdóttir, í kúluvarpi, og Baldvin Þór Magnússon, í 5.000 m hlaupi, síðust Íslendinganna á mótinu í Tallinn.