Héraðsdómur Karlmaður var dæmdur fyrir tvær nauðganir.
Héraðsdómur Karlmaður var dæmdur fyrir tvær nauðganir. — Morgunblaðið/Ómar
Joshua Ikechukwu Mogbolu var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir. Hann var dæmdur annars vegar fyrir að hafa sunnudaginn 1.

Joshua Ikechukwu Mogbolu var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir.

Hann var dæmdur annars vegar fyrir að hafa sunnudaginn 1. mars 2020 nauðgað konu í kjallaraíbúð sinni, en þangað fóru Joshua og konan saman af skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.

Þá var hann dæmdur fyrir að hafa 25. júlí á sama ári nauðgað annarri konu sem hann kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. Þau hittust í gleðskap í íbúð vinar hans og síðar um kvöldið nauðgaði Joshua konunni inni á baðherbergi.

Trúverðugar frásagnir

Í dómi héraðsdóms segir að í báðum málum hafi Joshua og brotaþolar einir verið til frásagnar um atburðina. Í báðum tilfellum var þó sönnunargildi vitnisburða talið nægt, ásamt því að frásagnir brotaþola voru taldar trúverðugri en Joshua. Auk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóms verður Joshua gert að greiða annarri konunni 2 milljónir króna í miskabætur en hinni konunni 1,3 milljónir. Auk þess er Joshua dæmdur til að greiða málskostnað að andvirði 5,2 milljónir.