Ný stjórn MBA-náms Háskóla Íslands og Viðskiptafræðistofnunar tók til starfa 1. júlí sl.
Nýr formaður stjórnar er Ásta Dís Óladóttir dósent og varaformaður er Hersir Sigurgeirsson dósent. Aðrir í stjórninni eru Sigurjóna Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá Meet in Reykjavík, Haukur C. Benediktsson, lektor og framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, og Sigrún Gunnarsdóttir, prófessor í Viðskiptafræðideild.
Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands er fræðslu- og rannsóknarstofnun sem er starfrækt í umboði Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Stofnunin heldur úti MBA-námi en MBA-námið við Háskóla Íslands er alþjóðlega viðurkennt nám frá Association of MBA´s en um er að ræða óháð samtök sem hafa það að markmiði að efla gæði menntunar á sviði stjórnunar og reksturs.
Fram kemur í tilkynningu að MBA-námið sé kennt í samstarfi við Yale School of Management í Bandaríkjunum og IESE Business School of Navarra í Barcelona.