Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1% í júlímánuði og að ársverðbólgan muni þá mælast 4,2%.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1% í júlímánuði og að ársverðbólgan muni þá mælast 4,2%. Er það nokkuð mildari spá en Landsbankinn hefur birt og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær en hagfræðideild bankans gerir ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,3% og að árstaktur verðbólgunnar fari þá í 4,4%.

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að sumarútsölur muni vega upp á móti verðhækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum . Gerir bankinn ráð fyrir að húsnæðisverð haldi áfram að hækka en að það muni gerast hægar en verið hefur. Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan verði við 2,5% markmið Seðlabankans á þriðja fjórðungi næsta árs.