Valdimar Ásmundsson fæddist 10. júlí 1852 á Hvarfi í Bárðardal, sonur hjónanna Ásmundar Sæmundssonar og Bóthildar Björnsdóttur, og ólst upp í Reykjadal og síðar Þistilfirði.
Valdimar Ásmundsson fæddist 10. júlí 1852 á Hvarfi í Bárðardal, sonur hjónanna Ásmundar Sæmundssonar og Bóthildar Björnsdóttur, og ólst upp í Reykjadal og síðar Þistilfirði. Hann varð bókhneigður og naut um tíma leiðsagnar séra Gunnars Gunnarssonar á Svalbarði. Hann var sjálfmenntaður og þótti einkar ritfær snemma. Innan við tvítugt fór hann að heiman og næstu tíu árin vann hann við ritstörf og kennslu á Akureyri og víðar. Þar samdi hann réttritunarbókina Ritreglur, árið 1878, sem fékk mikla útbreiðslu og var notuð til kennslu bæði í skólum og heima. Árið 1881 fór hann suður og kenndi fyrst í Flensborgarskóla en stofnaði síðan blaðið Fjallkonuna 1884. Valdimar hvatti alþýðu manna til lestrar og sagði dagblöð besta skólann. Í Fjallkonunni voru viðraðar margar nýjar og stundum umdeildar hugmyndir. Árið 1884 birtist grein þar sem mælt var með aðskilnaði ríkis og kirkju og ári seinna birti Valdimar grein um kvenfrelsi. Árið 1888 kvæntist hann Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindafrömuði, og saman áttu þau börnin Héðin og Laufeyju. Valdimar lést langt fyrir aldur fram 17. apríl 1902.