Semballeikari Halldór Bjarki Arnarson.
Semballeikari Halldór Bjarki Arnarson.
Aðrir tónleikar ársins í tónleikaröðinni Velkomin heim verða haldnir í Hörpu í dag kl. 14. Á þeim mun Halldór Bjarki Arnarson semballeikari leika Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach sem eru 30 talsins.

Aðrir tónleikar ársins í tónleikaröðinni Velkomin heim verða haldnir í Hörpu í dag kl. 14. Á þeim mun Halldór Bjarki Arnarson semballeikari leika Goldberg-tilbrigðin eftir J.S. Bach sem eru 30 talsins. Segir í tilkynningu að líta megi á þau sem hápunkt tilbrigðalistar barokktímabilsins en þau voru skrifuð fyrir sembal með tveimur hljómborðum.

Heyra má í tilbrigðunum hvernig hægt er að nýta eina bassalínu til hins ýtrasta með því að flétta inn öll möguleg tónlistarform, litbrigði og dansrytma, segir í tilkynningu og að í gegnum verkið sýni Bach yfirburði sína í kontrapunktslistinni en einnig vald sitt á hræringum hinnar mannlegu sálar.

Halldór spilar reglulega með barokksveitum á Íslandi og á meginlandinu, er meðal annars meðlimur í íslenska barokkhópnum sem kenndur er við Symphonia Angelica og hinum margverðlaunaða Amaconsort-kvartett frá Þýskalandi. Hann stundar nú meistaranám í semballeik í Sviss við Schola Cantorum Basiliensis undir leiðsögn Andrea Marcon.