Guðrún Tara Sveinsdóttir
Guðrún Tara Sveinsdóttir
Einkasýning Guðrúnar Töru Sveinsdóttur, Earth Abides/ Jörðin dafnar , verður opnuð í galleríinu Harbinger á Freyjugötu 1 í dag, laugardag, kl. 16 .

Einkasýning Guðrúnar Töru Sveinsdóttur, Earth Abides/ Jörðin dafnar , verður opnuð í galleríinu Harbinger á Freyjugötu 1 í dag, laugardag, kl. 16 . Guðrún Tara útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015, hóf MA-nám í myndlist árið 2016 og var við nám bæði í Reykjavík og í Bergen. Árið 2020 lauk hún MA-námi í skapandi heimildarmyndagerð við Den Norske Filmskolen í Ósló.

Guðrún Tara vinnur með gjörninga þar sem orð, vídeó og tónlist sameinast í ljóðrænni frásögn sem gefur innsýn í innra líf einstaklings, eins og segir í tilkynningu en með því að veita aðgang að eigin huga og tilfinningum skapast vettvangur fyrir samlíðan og samveru. Hún vinnur einnig með skúlptúra sem tjá samfélagslega eða pólitíska meðvitund. Í skúlptúrum sínum vinnur Guðrún Tara með fundna hluti og form og leitar fanga í umhverfi sínu en viðfangsefni daglegs lífs leiða hana á fjölbreytta staði, segir í tilkynningu og að sköpunarferlið sé ekki bundið við vinnustofuna eða slitið frá öðrum stundum dagsins heldur sé stöðugt í gangi.