Verk eftir tvíeykið
Verk eftir tvíeykið
Listaparið Pat Lemos og Lukas Lemann opna í dag, laugardag, kl. 17 sýninguna How a place comes to be , eða Hvernig staður verður til, í galleríinu Ramskram, Njálsgötu 49.
Listaparið Pat Lemos og Lukas Lemann opna í dag, laugardag, kl. 17 sýninguna How a place comes to be , eða Hvernig staður verður til, í galleríinu Ramskram, Njálsgötu 49. Pat Lemos er frá Spáni og Lukas Lehmann frá Þýskalandi og eru bæði myndlistarmenn og sýna sem dúóið Lemos + Lehmann. Þau búa ýmist á Spáni eða Írlandi og er ljósmyndin þeirra miðill til tjáningar. Lemos og Lehmann kanna í list sinni líkamann, umhverfið og tímann og hina ýmsu staði sem þau ferðast til. Eru verk þeirra allt frá því að vera algjörlega fígúratíf yfir í að vera abstrakt og náttúruleg yfir í að vera dulræn og yfirnáttúruleg.