Love Island: Vinsæll en umdeildur.
Love Island: Vinsæll en umdeildur.
Eymd Það er ekki á hverjum degi að maður rekst á umsögn um sjónvarpsþátt í dagblaði og hann fær ekki eina einustu stjörnu af fimm mögulegum. Flestir gagnrýnendur búa að þeirri kurteisi að splæsa a.m.k.
Eymd Það er ekki á hverjum degi að maður rekst á umsögn um sjónvarpsþátt í dagblaði og hann fær ekki eina einustu stjörnu af fimm mögulegum. Flestir gagnrýnendur búa að þeirri kurteisi að splæsa a.m.k. einni stjörnu enda þótt þeim sé gróflega misboðið vegna eymdar efnisins. Svona eins og þegar börn fengu 1 á prófi í gamla daga fyrir að skrifa nafnið sitt rétt en ekki 0. Það er sumsé hinn geysivinsæli „raunveruleikaþáttur“ Love Island á bresku sjónvarpsstöðinni ITV, sjöunda sería, sem fær einfaldlega 0 í The Guardian. Þrátt fyrir hryllinginn er gagnrýnandinn, Lucy Mangan, föst og bágt er úr að víkja. „Ég hata sjálfa mig en ég get ekki hætt að horfa. Hjálp, einhver, vinsamlega hjálp!“