Kvennatónleikar Auður og Eva Þyri flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur.
Kvennatónleikar Auður og Eva Þyri flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur.
Auður Gunnarsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari munu kl. 16 á morgun, sunnudag, flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði.

Auður Gunnarsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari munu kl. 16 á morgun, sunnudag, flytja lög og ljóð um eða eftir íslenskar konur á tónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði.

Auður hefur lokið söng- og kennslunámi bæði hér heima og erlendis ásamt ýmsum meistaranámskeiðum og á árunum 1999-2005 var hún fastráðin við Main-Franken-óperuhúsið í Würzburg, Þýskalandi. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, haldið fjölda ljóðatónleika, sungið inn á ýmsar upptökur og verið tilnefnd til Grímu- og tónlistarverðlauna.

Eva lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hélt þaðan til Danmerkur og Englands í nám. Auk fjölda einleikstónleika hefur hún komið fram sem einleikari með hljómsveitum og lagt mikla áherslu á flutning kammertónlistar og ljóðasöngs. Hún starfar við LHÍ samhliða tónleikahaldi.