Þriðja Selfoss getur enn elt lið Vals og Breiðabliks í toppbaráttunni.
Þriðja Selfoss getur enn elt lið Vals og Breiðabliks í toppbaráttunni. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Selfoss komst loks á sigurbraut á ný í gærkvöld með því að sigra Keflavík 1:0 í síðasta leiknum í tíundu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta.

Fótboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Selfoss komst loks á sigurbraut á ný í gærkvöld með því að sigra Keflavík 1:0 í síðasta leiknum í tíundu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta.

Eftir sigra í fjórum fyrstu leikjunum í vor höfðu Selfosskonur aðeins fengið tvö stig í síðustu fimm leikjum og voru dottnar niður í fjórða sæti. Þær eru nú í þriðja sætinu á ný, fóru aftur uppfyrir Þrótt, en það verður talsverð brekka fyrir þær að reyna að ná aftur í skottið á toppliðum Vals og Breiðabliks. Keflavík heldur sér áfram fyrir ofan fallsæti á betri markatölu en Fylkir.

* Brenna Lovera lék á ný með Selfyssingum eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. Hún skoraði sigurmarkið og hefur því gert sjö mörk í átta leikjum í deildinni í ár.

„Í seinni hálfleiknum voru Selfyssingar mun líklegri til þess að bæta við mörkum en Tiffany Sornpao átti góðan leik í marki Keflavíkur. Það reyndi nánast ekkert á Guðnýju Geirsdóttur í marki Selfoss, en síðustu tíu mínúturnar reyndu Keflvíkingar að kreista eitthvað út úr leiknum, án þess þó að fá teljandi færi,“ skrifaði Guðmundur Karl m.a. um leikinn á mbl.is.

SELFOSS – KEFLAVÍK 1:0

1:0 Brenna Lovera 42.

M

Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi)

Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)

Brenna Lovera (Selfossi)

Emma Checker (Selfossi)

Unnur Dóra Bergsdóttir ((Selfossi)

Tiffany Sornpao (Keflavík)

Natasha Anasi (Keflavík)

Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)

Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)

Dómari : Gunnar Oddur Hafliðason – 9.

Áhorfendur : 174.