Skot Gregg Popovich horfir á Damian Lillard hita upp.
Skot Gregg Popovich horfir á Damian Lillard hita upp. — AFP
Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði í fyrrinótt öðrum vináttulandsleiknum í röð þegar það beið lægri hlut fyrir Ástralíu í Las Vegas, 83:91. Áður hafði liðið tapað fyrir Nígeríu.
Bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði í fyrrinótt öðrum vináttulandsleiknum í röð þegar það beið lægri hlut fyrir Ástralíu í Las Vegas, 83:91. Áður hafði liðið tapað fyrir Nígeríu. Bandaríkin hafa orðið Ólympíumeistarar karla þrisvar í röð og liðið er á leið til Tókýó til að verja titilinn, undir stjórn Gregg Popovich. Damian Lillard skoraði 22 stig og Kevin Durant 17 en þeir stóðu upp úr í bandaríska liðinu. Joe Ingles, leikmaður Utah Jazz, skoraði 17 stig fyrir Ástralíu.