Strandhandbolti Reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins kveða á um að kvenkyns leikmenn verði að spila í bikiníbuxum og íþróttatopp.
Strandhandbolti Reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins kveða á um að kvenkyns leikmenn verði að spila í bikiníbuxum og íþróttatopp. — Ljósmynd/Marcus Cyron
Norska kvennalandsliðinu hefur verið meinað að spila í stuttbuxum á Evrópumótinu í strandhandbolta. Eiga leikmennirnir yfir höfði sér sektir og mögulega brottrekstur úr keppni hyggist þær hunsa þessa ákvörðun.

Norska kvennalandsliðinu hefur verið meinað að spila í stuttbuxum á Evrópumótinu í strandhandbolta. Eiga leikmennirnir yfir höfði sér sektir og mögulega brottrekstur úr keppni hyggist þær hunsa þessa ákvörðun.

Í reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins er kveðið á um að kvenkyns leikmenn verði að keppa í íþróttatoppum og bikiníbuxum í strandhandbolta og mega buxurnar ekki vera lengri en 10 sm á hliðunum. Karlkyns leikmenn mega hins vegar vera í stuttbuxum sem eru allt að 10 sm fyrir ofan hnéð og ermalausum bolum. Þessari reglugerð hefur verið mótmælt undanfarin ár og er hafið ferli innan Evrópska handknattleikssambandsins um að endurskoða hana. Það kom því norska landsliðinu á óvart sektargreiðslum var hótað ásamt hugsanlegum brottrekstri úr keppni þegar þær ætluðu að mæta í stuttbuxum á fyrsta leik mótsins. hmr@mbl.is