Dagmál Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur ræðir stjórnarskrármál.
Dagmál Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur ræðir stjórnarskrármál. — Mbl/Arnar Steinn Einarsson
Andrés Magnússon andres@mbl.is „Nýju stjórnarskrána er hvergi að finna,“ segir Kristrún Heimisdóttir í viðtali í Dagmálum í dag, því ferlið allt var svo gallað frá upphafi til enda.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

„Nýju stjórnarskrána er hvergi að finna,“ segir Kristrún Heimisdóttir í viðtali í Dagmálum í dag, því ferlið allt var svo gallað frá upphafi til enda. Hún segir stjórnlagaráð hafa farið langt út fyrir umboð sitt, því hafi alls ekki verið ætlað að breyta stjórnarskrá frá grunni.

Hún telur einnig að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um sumar tillögur stjórnlagaráðs hafi verið ómark, þar hafi kjósendum verið ætlað að taka afstöðu til tillagna, sem enn voru til meðferðar í þinginu.

Kristrún skrifaði nýverið grein í Tímarit lögfræðinga , sem mikla athygli hefur vakið, en þar fjallar hún um breytingarreglu stjórnarskrárinnar, það hvernig henni skuli breytt með löglegum hætti. Hún segir enga tilviljun hvernig búið er um þá hnúta, afar mikilvægt sé að grunnlögunum sé ekki breytt í einu vetfangi eða af einum aðila.

Kristrún telur að vinnubrögðin hafi ekki verið til fyrirmyndar, áhættusöm og til óvissu fallin. Umræðan nú sé því enn á miklum villigötum og á misskilningi byggð.

Dagmál eru streymi Morgunblaðsins, opið öllum áskrifendum.