Dagný myndi vilja einfalda skattkerfið og regluverkið í kringum fyrirtækjarekstur, öllum til hagsbóta.
Dagný myndi vilja einfalda skattkerfið og regluverkið í kringum fyrirtækjarekstur, öllum til hagsbóta. — Morgunblaðið/Eggert
Í nýju starfi hefur Dagný rekið sig á ýmis eftirköst kórónuveirufaraldursins. Ekki hjálpar að hið opinbera leggur óþarflega þungar byrðar á smáfyrirtækin. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Í nýju starfi hefur Dagný rekið sig á ýmis eftirköst kórónuveirufaraldursins. Ekki hjálpar að hið opinbera leggur óþarflega þungar byrðar á smáfyrirtækin.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Helstu áskoranir í dag eru að fá vörur til landsins. Framleiðendur eru í vanda með hráefni, flutningur er dýrari og tekur lengri tíma. Við seljum búnað til slökkviliðanna og mikilvægt að þau hafi þann búnað sem þau þurfa.

Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir?

Síðasti fyrirlestur sem ég sótti var um öryggi og nýjungar á björgunarbúnaði. Þar var fyrirtækið Holmaton að kenna og kynna nýjungar í klippibúnaði til að klippa bíla: mjög öflugar græjur til að ná fólki út úr bílflökum á sem skemmstum tíma. Það eru miklar tækniframfarir í þessum bransa og mikilvægt að fylgjast vel með til að geta miðlað til þeirra sem vinna við björgun.

Hvert væri draumastarfið

ef þú þyrftir að finna

þér nýjan starfa?

Það er erfitt að segja. Ég er í mjög spennandi starfi í dag sem ég er nýlega byrjuð í. Fyrir framkvæmdastjóra í félagi skiptir máli að hafa öfluga stjórn og teymi sem er samstillt.

Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar?

Þeir eru svo margir, en ætli Dale Carnegie hafi ekki haft mest áhrif á mig. Ég hef tileinkað mér hans hugmyndafræði í gegnum árin.

Hvernig heldurðu þekkingu þinni við?

Ég hlusta á bækur, sit fyrirlestra og sæki þjálfun. Ég þjálfa söluráðgjafa fyrir Dale Carnegie og til að viðhalda þjálfunarréttindum þar þarf ég reglulega að sækja þjálfun og afla mér þekkingar á nýjustu straumum og stefnum í sölufræðum. Þar fæ ég líka mikinn innblástur frá þátttakendum.

Hugsarðu vel um líkamann?

Það gefur mér mikla orku að byrja daginn í ræktinni. Ég hjóla líka, spila golf og nýt þess að vera úti í náttúrunni með hundinum mínum.

Hvað myndirðu læra ef

þú fengir að bæta við

þig nýrri gráðu?

Sennilega mundi ég bæta við mig að læra verða slökkviliðsmaður ef ég væri tuttugu árum yngri

Hvaða kosti og galla sérðu

við rekstrarumhverfið?

Verandi í innflutningi þá hefur maður alltaf áhyggjur af gengisþróuninni en þessi kórónuveirumál hafa haft mikil áhrif á fraktmálin og auðvitað efnahaginn í heildina. Ríkissjóður hefur safnað miklum skuldum síðustu mánuði og þær þarf að greiða til baka. Ég vona að stjórnmálin taki skynsamlegar ákvarðandi eftir kosningar í haust.

Hvaða lögum myndirðu

breyta ef þú værir

einráð í einn dag?

Ég myndi halda áfram að einfalda skattkerfið og regluverkið í kringum fyrirtækjarekstur. Ríkið setur miklar kvaðir á smáfyrirtæki eins og okkar sem býr til mikinn kostnað sem fer auðvitað á endanum út í verðlagið.