Hafdís Karlsdóttir
Hafdís Karlsdóttir
Hafdís Karlsdóttir viðskiptafræðingur var nýverið kjörin forseti Evrópusambands soroptimista og mun gegna því embætti í tvö ár frá árinu 2023.

Hafdís Karlsdóttir viðskiptafræðingur var nýverið kjörin forseti Evrópusambands soroptimista og mun gegna því embætti í tvö ár frá árinu 2023. Hafdís er fyrsti íslenski soroptimistinn til að gegna embættinu, í 100 ára sögu hreyfingarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá Soroptimistasambandi Íslands.

Hafdís hefur gegnt fjölda starfa fyrir samtökin, bæði hér heima og erlendis. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, eins og segir í tilkynningunni, „þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Samtökin vinna að bættri stöðu kvenna og að mannréttindum öllum til handa. Þau vinna að jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.“