Kórinn HK-ingurinn Jón Arnar Barðdal með augun á boltanum í viðureigninni gegn Víkingi í gærkvöld. Liðin skildu jöfn án marka.
Kórinn HK-ingurinn Jón Arnar Barðdal með augun á boltanum í viðureigninni gegn Víkingi í gærkvöld. Liðin skildu jöfn án marka. — Morgunblaðið/Unnur Karen
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingar verða að gera betur en gegn HK í Kórnum í gærkvöld ef þeir ætla að halda sér í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn. Markalaust jafntefli liðanna er Víkingum dýrkeypt í þeirri baráttu.

Fótboltinn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar verða að gera betur en gegn HK í Kórnum í gærkvöld ef þeir ætla að halda sér í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn.

Markalaust jafntefli liðanna er Víkingum dýrkeypt í þeirri baráttu. Nú hafa þeir leikið jafnmarga leiki og Valsmenn en eru enn fjórum stigum á eftir þeim.

Þá er ekki sannfærandi að í tveimur síðustu leikjum, gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar, sé markatala Víkings samtals 1:0 og markið gegn ÍA skorað úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

HK-ingar geta verið sáttari við stigið, þó þeim hefði ekki veitt af þremur í hörðum fallslagnum, en engu munaði þó að Guðmundur Þór Júlíusson skoraði sigurmark þeirra rétt fyrir leikslok.

„Leikurinn var heldur tíðindalítill og gat hvorugt liðið beðið um mikið meira en þau fengu. Ef eitthvað ættu Víkingar að vera aðeins svekktari, þeir náðu fínum kafla í fyrri hálfleik og komu sér oftar en einu sinni í ágæta stöðu, án þess þó að ná að skapa eitthvað meira úr því,“ skrifaði Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir m.a. í grein um leikinn á mbl.is.

Möguleikar KA á að taka þátt í baráttu um Evrópusæti dvína enn eftir ósigur gegn Fylki í Árbænum, 2:1. Akureyrarliðið var um tíma með fæst töpuð stig í deildinni og hefði verið í góðri stöðu með sigri í gærkvöld en nú hefur uppskeran í síðustu fjórum leikjunum aðeins verið eitt stig.

Á meðan komu Fylkismenn sér í þægilegri fjarlægð frá fallsvæðinu. Sigur þeirra stóð þó tæpt því boltinn small tvisvar í marksúlum þeirra á lokakafla leiksins.

* Orri Sveinn Stefánsson skoraði sitt annað mark á tímabilinu og Orri Hrafn Kjartansson sitt þriðja og Fylkir komst í 2:0.

* Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn með sínu fyrsta marki í sjö leikjum en því sjötta í deildinni í ár.

„Sigur Fylkismanna var þegar á heildina er litið sanngjarn, þar sem leikaðferð þeirra gekk algjörlega upp á móti KA-mönnum, sem virkuðu pínu þungir og hægir, jafnvel þó að þeir væru mun meira með boltann en heimamenn. Að sama skapi munaði bókstaflega hársbreidd í lokin að KA-menn stælu einu stigi heim með sér norður yfir heiðar,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. í grein um leikinn á mbl.is.

FYLKIR – KA 2:1

1:0 Orri Sveinn Stefánsson 31.

2:0 Orri Hrafn Kjartansson 59.

2:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 63.

M

Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)

Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)

Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)

Djair Parfitt-Williams (Fylki)

Helgi Valur Daníelsson (Fylki)

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)

Þorri Mar Þórisson (KA)

Dómari : Erlendur Eiríksson – 9.

Áhorfendur : 723.

HK – VÍKINGUR R. 0:0

MM

Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)

M

Birkir Valur Jónsson (HK)

Martin Rauschenberg (HK)

Guðmundur Þór Júlíusson (HK)

Jón Arnar Barðdal (HK)

Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)

Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)

Kristall Máni Ingason (Víkingi)

Rautt spjald : Sigurður H. Björnsson (HK/varamaður) 90.

Dómari : Sigurður H. Þrastarson – 6.

Áhorfendur : 467.