— Morgunblaðið/Unnur Karen
Forsetinn bauð ólympíuförunum ásamt fulltrúum ÍSÍ, SSÍ, STÍ og FRÍ í heimsókn á Bessastaði síðdegis í gær, til þess að óska þeim góðs gengis, en leikar hefjast í næstu viku í Tókýó.

Forsetinn bauð ólympíuförunum ásamt fulltrúum ÍSÍ, SSÍ, STÍ og FRÍ í heimsókn á Bessastaði síðdegis í gær, til þess að óska þeim góðs gengis, en leikar hefjast í næstu viku í Tókýó. Heimsóknin var óformleg að sögn Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings á skrifstofu forseta; kaffi og spjall.

Á sunnudag keppir Ásgeir Sigurgeirsson í skotfimi af tíu metra færi. Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir í 200 metra skriðsundi á mánudag og 100 metra skriðsundi á miðvikudag. Anton Sveinn McKee keppir í 200 metra bringusundi á þriðjudag og á föstudag keppir Guðni Valur Guðnason í kringlukasti. Anton og Snæfríður gátu ekki þegið heimboð forsetans þar sem þau eru búsett erlendis en þeir Ásgeir og Guðni mættu ásamt fararstjórum sínum.

Kapparnir mættu færandi hendi með landsliðstreyjur til handa forsetahjónunum sem munu að vonum fylgjast spennt með gengi fulltrúa þjóðarinnar á Ólympíuleikunum í næstu viku.