Erik Hamrén
Erik Hamrén
Svíinn Erik Hamrén, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, svaraði neitandi fyrirspurn um hvort hann væri tilbúinn til að taka við landsliði Íraks.

Svíinn Erik Hamrén, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, svaraði neitandi fyrirspurn um hvort hann væri tilbúinn til að taka við landsliði Íraks. Írakskir fjölmiðlar sögðu að Hamrén hefði hafnað tilboði Íraka en hann sagði við Fotbollskanalen að það væri ekki rétt.

„Það rétta er að ég fékk fyrirspurn í gegnum millilið en ég vísaði henni frá mér,“ sagði Hamrén sem hefur verið í fríi síðan hann hætti störfum með íslenska landsliðið í nóvembermánuði 2020.

Sagt var að Hamrén hefði neitað tilboði um að taka við landsliðinu eftir að hafa ráðfært sig við nokkra þjálfara sem hefðu starfað í landinu. Þeir hefðu sagt honum að fótboltaheimurinn þar væri flókinn og erfiður starfsvettvangur.