Egilsstaðaflugvöllur Framkvæmdir við malbikun eru í fullum gangi.
Egilsstaðaflugvöllur Framkvæmdir við malbikun eru í fullum gangi. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Framkvæmdir standa nú yfir á Egilsstaðaflugvelli, en verið er að malbika flugbrautina á vellinum. Brautin er 2.000 metra löng og 45 metra breið og til stendur að malbika hana alla.

Framkvæmdir standa nú yfir á Egilsstaðaflugvelli, en verið er að malbika flugbrautina á vellinum. Brautin er 2.000 metra löng og 45 metra breið og til stendur að malbika hana alla. Um er að ræða 131 þúsund fermetra og í það þarf yfir 18 þúsund tonn af malbiki.

Verkið var boðið út og auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu, en einungis eitt tilboð barst í verkið. Hlaðbær Colas bauð tæpar 870 milljónir, án vsk., í verkið. Áætlað er að verkið klárist í ágúst og heildarkostnaðaráætlun hljóðar upp á tæplega 1,4 milljarða. Örn Pétursson, verkefnastjóri hjá Colas á Íslandi, segir framkvæmdirnar ganga vel. „Við byrjuðum þarna 6. júlí og erum bara á áætlun eins og er,“ segir Örn. Hann segir stefnt að því að klára malbikunarvinnu um verslunarmannahelgi og þá sé ljósavinna eftir. Spurður hvort útlit sé fyrir að verkið standist kostnaðaráætlun segir Örn: „Eins og er er allt á áætlun og ekkert útlit fyrir að við förum yfir hana.“