Frambjóðendur Sjö efstu á framboðslista Sósíalistaflokksins í Kraganum.
Frambjóðendur Sjö efstu á framboðslista Sósíalistaflokksins í Kraganum. — Samsett mynd/Sósíalistaflokkurinn
María Pétursdóttir, myndlistarmaður, öryrki og aðgerðasinni, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar skv. tilkynningu frá flokknum.
María Pétursdóttir, myndlistarmaður, öryrki og aðgerðasinni, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar skv. tilkynningu frá flokknum. Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður, skipar annað sætið og Agnieszka Sokolowska, bókavörður og túlkur, er í því þriðja. Fram kemur að slembivalinn hópur félaga í flokknum raðar á lista fyrir kosningarnar. Sú aðferð gefi oftast skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör. Luciano Dutra, löggiltur skjalaþýðandi, er í 4. sæti, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistamaður í 5. sæti, Hörður Svavarsson leikskólastjóri í 6. og Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor í heimspeki, í 7.