Þau leiðu mistök urðu í afmælisgrein um Arnór Guðjohnsen í gær að innsláttarvilla var í dánarári móður hans, Arnrúnar Sigríðar Sigfúsdóttur, og stóð árið 1914 í stað ársins 2014. Mistök af sama toga voru í afmælisgrein um Gunnar Valgarðsson, 27. júlí...
Þau leiðu mistök urðu í afmælisgrein um Arnór Guðjohnsen í gær að innsláttarvilla var í dánarári móður hans, Arnrúnar Sigríðar Sigfúsdóttur, og stóð árið 1914 í stað ársins 2014. Mistök af sama toga voru í afmælisgrein um Gunnar Valgarðsson, 27. júlí sl., þar sem dánarár föður hans, Valgarðs Birkis Guðmundssonar, var sagt 1916, í stað 2016. Beðist er velvirðingar á mistökunum.