Akrakirkja á Mýrum.
Akrakirkja á Mýrum. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ÁRBÆJARKIRKJA | Útisumarhelgistund kl. 11 á ljúfum og léttum nótum við suðurgafl kirkjunnar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklanér organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari.
ÁRBÆJARKIRKJA | Útisumarhelgistund kl. 11 á ljúfum og léttum nótum við suðurgafl kirkjunnar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn undir stjórn Krisztinu Kalló Szklanér organista. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffispjall eftir stundina.

ÁSKIRKJA | Guðsþjónustur í Laugardalsprestakalli í sumar verða í Laugarneskirkju kl. 11 alla sunnudaga frá 13. júní til og með 8. ágúst. Næsta guðsþjónusta í Áskirkju verður sunnudaginn 15. ágúst 2021.

Ástjarnarkirkja | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga klukkan 11. Ástjarnarkirkja tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni.

BESSASTAÐASÓKN | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11. Bessastaðasókn tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni.

DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Prestur séra Elínborg Sturludóttir og Kristján Hrannar organisti. Félagar úr Dómkórnum syngja.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagurinn 1. ágúst: Helgistund í kirkjunni kl. 10.30. Prestur Þorgeir Arason. Jónas Þór Jóhannsson leikur á harmoniku undir almennum söng. Meðhjálpari Auður Anna Ingólfsdóttir. Kaffisopi í kirkjunni eftir stundina. Minnum einnig á hádegisbænastundina í Safnaðarheimili alla þriðjudaga kl. 12.

GARÐAKIRKJA | Sumarmessa um verslunarmannahelgi og söguganga með Jónatani Garðarssyni. Sr. Jónína Ólafsdóttir þjónar fyrir altari og flytur hugvekju. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir sem jafnframt leiðir almennan safnaðarsöng.

Sumarsunnudagaskólinn er í vinnustofunni á safninu Króki.

Eftir messu verður boðið upp á sögugöngu um Garðaholt. Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður leiðir gönguna og miðlar fróðleik um Garðaholtið sem á sér ríka sögu.

Messan verður í beinu streymi á:

https://facebook.com/sumarmessur/

GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 1. ágúst verður kaffihúsamessa. Kaffihúsamessur eru sumarmessur og verða á sunnudögum kl. 11 út ágústmánuð. Messuformið er einfalt notalegt andrúmsloft. Forsöngvari, prestur, organisti og kirkjuvörður annast þjónustuna. Kaffi og meðlæti.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11 í júní, júlí og ágúst. Hafnarfjarðarkirkja tekur þátt í sumarmessum í Garðakirkju. Streymt er frá messunum. Sjá Garðakirkja hér á síðunni.

HALLGRÍMSKIRKJA | Orgelsumar í Hallgrímskirkju. Tónleikar laugardag kl. 12. Tuuli Rähni leikur á orgelið. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Forsöngvarar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti er Kjartan Jósefsson Ognibene.

HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju, syngja. Organisti er Arngerður María Árnadóttir.

KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund verður sunnudaginn 1. ágúst nk. kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum (úti ef veður leyfir). Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og prédikar. Lára Bryndís Eggertsdóttir annast tónlistarflutning. Að stundinni lokinni (um kl. 11.35) mun Sögufélag Kópavogs leiða göngu um nágrenni Kópavogskirkju. Að göngu lokinni verður boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu Borgum.

LANGHOLTSKIRKJA | Sumarmessa í Laugarneskirkju sunnudaginn 1. ágúst kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista. Félagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn. Heitt á könnunni og smá nart, í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

LAUGARNESKIRKJA | Sumarmessa í Laugarneskirkju sunnudaginn 1. ágúst kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista. Félagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn. Heitt á könnunni og smá nart, í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Messan er sameiginleg fyrir söfnuði Laugardalsprestakalls.

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Allt helgihald fellur niður til 15. ágúst.

NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Helgihaldið verður í garðinum ef veður leyfir, annars í safnaðarheimili með kaffihúsasniði. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Hestamessa- og útivistarguðsþjónusta í Reynivallakirkju sunnudaginn 1. ágúst kl.14. Guðmundur Ómar Óskarsson organisti leiðir sálmasöng ásamt kirkjukór Reynivallaprestakalls. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Formaður framkvæmdanefndar tekur fyrstu skóflustungu að aðstöðuhúsi milli kirkju og kirkjugarðs. Formaður sóknarnefndar kynnir lagfæringar á kirkjugarði.

Kaffi og meðlæti á pallinum við prestssetrið eftir messuna. Allra sóttvarna verður gætt.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðsþjónusta í Skálholtsdómkirkju kl. 11. Sr. Axel Á. Njarðvík annast prestsþjónustuna. Veitingahúsið Skálholt er opið í hádeginu, sem og alla daga.

VÍDALÍNSKIRKJA | Sumarmessur í Garðakirkju, alla sunnudaga kl. 11.

Vídalínskirkja tekur þátt í sumarmessunum. Sjá Garðakirkja hér í síðunni.