Vann Selemon Barega hleypur með eþíópíska fánann eftir sigurinn.
Vann Selemon Barega hleypur með eþíópíska fánann eftir sigurinn. — AFP
Selemon Barega, 21 árs gamall Eþíópíumaður, fékk fyrstu gullverðlaun frjálsíþróttakeppninnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar hann sigraði í 10.000 metra hlaupi á 27;43,22 mínútum.

Selemon Barega, 21 árs gamall Eþíópíumaður, fékk fyrstu gullverðlaun frjálsíþróttakeppninnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær þegar hann sigraði í 10.000 metra hlaupi á 27;43,22 mínútum. Úgandamennirnir Joshua Cheptegei og Jacob Kiplimo voru báðir um hálfri sekúndu á eftir honum.

Barega er aðeins 21 árs en hefur verið í fremstu röð og fengið gullverðlaun á heimsmeistaramótum unglinga, bæði í flokkum U18 og U20 ára, og þá fékk hann silfur á HM fullorðinna í Katar 2019.