Gagnlegt dæmi. N-Allir Norður &spade;92 &heart;65 ⋄ÁKD43 &klubs;ÁK54 Vestur Austur &spade;D7 &spade;K65 &heart;107 &heart;ÁKD982 ⋄109872 ⋄G5 &klubs;G962 &klubs;108 Suður &spade;ÁG10843 &heart;G43 ⋄6 &klubs;D73 Suður spilar 4&spade;.

Gagnlegt dæmi. N-Allir

Norður
92
65
ÁKD43
ÁK54

Vestur Austur
D7 K65
107 ÁKD982
109872 G5
G962 108

Suður
ÁG10843
G43
6
D73

Suður spilar 4.

Allir þekkja þessa stöðu: Verjandi liggur með K10x í trompi á eftir ÁDG9xx sækjanda. Lit er spilað sem hvorugur á og sækjandi trompar með gosa eða drottningu. Nú er rétt að henda í slaginn og byggja þannig upp slag á tíuna.

Þetta er auðvelt af því verjandinn horfir á tíuna á eigin hendi. Hann þarf enga hjálp frá makker – hann SÉR að tían verður slagur ef hann yfirtrompar ekki. Staðan að ofan er allt öðru vísi. Norður opnar á tígli og austur kemur inn á hjartasögn. Síðan liggur leiðin í 4 með hjartatíu út. Austur tekur tvo slagi á litinn og spilar háhjarta í þriðja sinn. Og vestur á leikinn.

Þetta er sennilega nytsamasta dæmi Jean Besse um mikilvægi þess að gæta vel að trompunum sínum í vörninni. Ef vestur trompar með drottningunni verður hægt að svína tvisvar fyrir kóng austurs. Annars fást alltaf tveir slagir á hjónin.