Covid Sýnataka utandyra í Sydney.
Covid Sýnataka utandyra í Sydney. — AFP
Hundruð hermanna hafa verið send til borgarinnar Sydney til að hjálpa lögreglunni við að framfylgja neyðarlokunum vegna Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Smitbylgja sem hófst í júní hefur valdið um 3.000 sýkingum og kostað níu manns lífið.

Hundruð hermanna hafa verið send til borgarinnar Sydney til að hjálpa lögreglunni við að framfylgja neyðarlokunum vegna Delta-afbrigðis kórónuveirunnar.

Smitbylgja sem hófst í júní hefur valdið um 3.000 sýkingum og kostað níu manns lífið.

Sveitirnar verða við æfingar um helgina en taka sér svo stöðu á varðstöðvum á mánudag. Ákvörðunin hefur mælst misjafnlega fyrir og verið lýst sem óþarfa hörku.

Lokunaraðgerðum lýkur 28. ágúst en þær eiga að koma í veg fyrir að fólk yfirgefi heimili sín nema í stuttan tíma til hreyfingar og innkaupa. Þrátt fyrir að ráðstafanirnar hafi verið í gildi í fimm vikur breiðist veirusmit áfram út í stærstu borg Ástralíu. Tilkynnt var um 170 ný smit í gær. agas@mbl.is