Handknattleikskonan reynda, Sólveig Lára Kjærnested, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tuttugu ára nær samfelldan feril með meistaraflokki Stjörnunnar.
Handknattleikskonan reynda, Sólveig Lára Kjærnested, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tuttugu ára nær samfelldan feril með meistaraflokki Stjörnunnar. Hún lék í eitt ár með Weibern í Þýskalandi en annars með Garðabæjarliðinu þar sem hún varð fimm sinnum bikarmeistari, þrisvar Íslandsmeistari og þrisvar deildarmeistari, og var lengi fyrirliði liðsins. Sólveig lék 63 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og var um árabil einn besti leikmaður íslensku úrvalsdeildarinnar.