Eintakið dýra.
Eintakið dýra.
Fágætt eintak úr fyrsta innbundna upplagi fyrstu bókar rithöfundarins J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter var slegið hæstbjóðanda á uppboði í Bretlandi fyrir 80 þúsund pund, nærri 14 milljónir króna.

Fágætt eintak úr fyrsta innbundna upplagi fyrstu bókar rithöfundarins J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter var slegið hæstbjóðanda á uppboði í Bretlandi fyrir 80 þúsund pund, nærri 14 milljónir króna.

Harry Potter and the Philosopher's Stone kom upphaflega út í aðeins 500 eintökum árið 1997 og þar af fóru um 300 á bókasöfn þar sem þau létu mjög á sjá. Þetta eintak var hins vegar nánast ósnert og þá er í þessum fyrstu eintökum höfundarrétturin merktur „Joanne Rowling“, ekki J.K. Rowling.