Tvenna Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í öruggum sigri Breiðabliks í Garðabænum í gærkvöldi.
Tvenna Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvö mörk í öruggum sigri Breiðabliks í Garðabænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik er aðeins fjórum stigum frá toppliði Vals, og með leik til góða, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir sannfærandi 3:1-útisigur á Stjörnunni í grannaslag í gærkvöldi.

Fótboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Breiðablik er aðeins fjórum stigum frá toppliði Vals, og með leik til góða, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eftir sannfærandi 3:1-útisigur á Stjörnunni í grannaslag í gærkvöldi.

Höskuldur Gunnlaugsson , fyrirliði Breiðabliks, kom liðinu í 3:0 snemma í seinni hálfleik með sínu öðru glæsimarki í leiknum. Viktor Karl Einarsson gerði fyrsta markið á 24. mínútu. Danski varnarmaðurinn Oliver Haurits skoraði sárabótarmark fyrir Stjörnuna rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat.

Það er mikill meðbyr með Óskari Hrafni Þorvaldssyni og lærisveinum hans í Breiðabliki, en liðið hefur slegið í gegn í Sambandsdeild Evrópu og leikið afar vel. Sá meðbyr er kominn í deildina, þar sem liðið hefur unnið tvo sannfærandi sigra í röð. Stjarnan heldur áfram að valda vonbrigðum. Liðið er nú aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti og með fjóra sigra í deildinni í allt sumar.

„Eftir að Breiðablik skoraði fyrsta markið hafði maður á tilfinningunni að liðið myndi taka öll stigin og sú varð raunin. Blikarnir spiluðu oft skemmtilega eins og þeir hafa burði til að gera. En þeir höfðu ekki yfirburði á vellinum í síðari hálfleik. Stjarnan átti mörg skot á mark Breiðabliks og Anton Ari lék vel í markinu,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is

STJARNAN – BREIÐABLIK 1:3

0:1 Viktor Karl Einarsson 24.

0:2 Höskuldur Gunnlaugsson 34.

0:3 Höskuldur Gunnlaugsson 54.

1:3 Oliver Haurits 73.

MM

Höskuldur Gunnlaugsson (Breiða.)

M

Eggert Aron Guðmunds. (Stjörn.)

Oliver Haurits (Stjörnunni)

Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)

Damir Muminovic (Breiðabliki)

Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)

Jason Daði Svanþórsson (Breiðab.)

Rautt spjald : Engin.

Dómari : Jóhann Ingi Jónsson – 7.

Áhorfendur : 539

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.