— Morgunblaðið/RAX
Nýliðinn júlímánuður var alger metmánuður í sjúkraflutningum hjá flugfélaginu Mýflugi. Farið var í 100 sjúkraflugsferðir í mánuðinum en mest hefur félagið áður flogið 89 ferðir í einum mánuði.

Nýliðinn júlímánuður var alger metmánuður í sjúkraflutningum hjá flugfélaginu Mýflugi. Farið var í 100 sjúkraflugsferðir í mánuðinum en mest hefur félagið áður flogið 89 ferðir í einum mánuði.

Af þessum 100 sjúkraflugsferðum var 81 til og frá Reykjavík, eða 81% allra flugferða. 19 ferðir voru á aðra staði á landinu.

Landhelgisgæslan sinnti 18 sjúkraflugsferðum í júlí vegna slysa eða veikinda. Í fjórtán skipti eða í tæplega 78% tilvika lenti þyrlan á Reykjavíkurflugvelli þar sem sjúkrabíll beið og flutti viðkomandi á Landspítalann.

„Eins og gefur að skilja er Reykjavíkurflugvöllur gríðarlega mikilvægur fyrir sjúkraflugið,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, í samtali við Morgunblaðið. 11