— AFP
Þessi sjálfboðaliði var einn af þúsundum slökkviliðsmanna sem reyndu að slökkva gróðureldana á grísku eyjunni Evía í gær, en eldarnir hafa nú geisað í heila viku. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja eyjuna og fjöldi heimila orðið eldinum að bráð.

Þessi sjálfboðaliði var einn af þúsundum slökkviliðsmanna sem reyndu að slökkva gróðureldana á grísku eyjunni Evía í gær, en eldarnir hafa nú geisað í heila viku. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja eyjuna og fjöldi heimila orðið eldinum að bráð.

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, sagði í gær að rúmlega 580 eldar hefðu kviknað vítt og breitt um landið á síðustu dögum vegna fordæmalausrar hitabylgju og þurrkatímabils. Bað hann Grikki afsökunar á „veikleikum“ í viðbrögðum gríska ríkisins.