255 einkahlutafélög voru skráð í júlí síðastliðnum. Eru það 31% fleiri félög en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 194. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar.

255 einkahlutafélög voru skráð í júlí síðastliðnum. Eru það 31% fleiri félög en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 194. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar. Þar sést að nýskráningar í fjármála- og vátryggingastarfsemi ríflega tvöfölduðust og fóru úr 18 í 40. Hins vegar fækkaði þeim úr 36 í 21 í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Virðist þrótturinn í hagkerfinu fara vaxandi ef marka má tilburði einstaklinga og lögaðila til stofnunar nýrra fyrirtækja. Þannig varö 15% fjölgun í nýskráningu einkahlutafélaga í júnímánuði frá sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði nýskráðum einkahlutafélögum um 62% í maímánuði og voru 271 talsins.