[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Síðastliðinn laugardag áttu hjónin Gunnar Benediktsson og Erna Kjærnested 50 ára brúðkaupsafmæli og þau fögnuðu þessum áfanga með fjölskyldunni á veitingastaðnum Sjálandinu í Garðabæ. Gunnar og Erna gengu í hjónaband þann 7.

Síðastliðinn laugardag áttu hjónin Gunnar Benediktsson og Erna Kjærnested 50 ára brúðkaupsafmæli og þau fögnuðu þessum áfanga með fjölskyldunni á veitingastaðnum Sjálandinu í Garðabæ. Gunnar og Erna gengu í hjónaband þann 7. ágúst 1971 í Háteigskirkju og séra Arngrímur Jónsson gaf þau saman. Gunnar hefur rekið sína eigin tannlæknastofu alla tíð eftir fyrstu fjögur árin, þegar hann var aðstoðartannlæknir. Erna vann á Íslandspósti um 10 ára skeið og svo í Ölgerðinni en síðan í 10 ár hjá Strætó bs. Síðan aðstoðaði hún Gunnar á tannlæknastofunni eftir þörfum öll árin.

Helstu áhugamál þeirra hjóna hafa verið ferðalög um Ísland.

Gunnar og Erna eiga þrjú börn og barnabörnin eru orðin átta.