Martin Hermannsson
Martin Hermannsson — Morgunblaðið/Hari
Karlalandsliðið í körfuknattleik verður án þeirra Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálssonar og Jóns Axels Guðmundssonar þegar liðið leikur gegn Svartfjallalandi og Danmörku í forkeppni HM 12., 13., 16. og 17. ágúst.

Karlalandsliðið í körfuknattleik verður án þeirra Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálssonar og Jóns Axels Guðmundssonar þegar liðið leikur gegn Svartfjallalandi og Danmörku í forkeppni HM 12., 13., 16. og 17. ágúst. Leikið verður í Svartfjallalandi vegna heimsfaraldursins. Tvö efstu liðin komast áfram í undankeppni HM.

Martin Hermannsson segist á Facebook hafa þurft að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins Valencia. Hefur sú staða komið upp áður en Martin sagði á FB í gær:

„Allir sem þekkja mig vita hvað landsliðið hefur gert fyrir mig og skiptir mig miklu máli.“

Haukur Helgi, sem gekk í sumar til liðs við Njarðvík, hefur ekki jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir í vor. Jón Axel ákvað að freista gæfunnar í sumardeild NBA þar sem NBA-meistararnir í Phoenix Suns buðu honum að sýna sig.

• Landsliðshópinn er að finna á mbl.is/sport/korfubolti.