Sigursæll Caeleb Dressel vann fimm verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Sigursæll Caeleb Dressel vann fimm verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó. — AFP
Bandaríkin fengu flest verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan sem lauk á sunnudaginn. Ekki er það í fyrsta skipti sem flest verðlaun fara til Bandaríkjanna en þar á bæ er mikið lagt upp úr því að ná árangri á Ólympíuleikum.

Bandaríkin fengu flest verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan sem lauk á sunnudaginn. Ekki er það í fyrsta skipti sem flest verðlaun fara til Bandaríkjanna en þar á bæ er mikið lagt upp úr því að ná árangri á Ólympíuleikum.

Bandaríska íþróttafólkið náði í 113 verðlaun sem er afskaplega hraustlega gert eins og gefur að skilja. Þar af voru 39 gullverðlaun.

Kína kom næst með 88 verðlaun en Kínverjar voru ansi nálægt Bandaríkjamönnum þegar kom að gullverðlaunum því Kína fékk 38 sinnum gull á leikunum.

Rússar fengu samtals 71 verðlaun í Tókýó. Rússneski þjóðsöngurinn var þó ekki leikinn né var rússneski fáninn dreginn að húni. Rússneska íþróttafólkið keppti undir merkjum rússnesku ólympíunefndarinnar eins og fram hefur komið.

Bretar fengu 65 verðlaun og gestgjafarnir fengu 58 verðlaun. Japan er því í fimmta sæti á listanum yfir flest verðlaun en er hins vegar í þriðja sæti yfir flest gullverðlaun.

Alls krækti íþróttafólk frá 93 ríkjum í verðlaun á leikunum og 65 ríki náðu í gullverðlaun. kris@mbl.is