— Morgunblaðið/Eggert
Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hóf starfsár sitt hátíðlega í gær við Elliðaárstöð.

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hóf starfsár sitt hátíðlega í gær við Elliðaárstöð.

Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar og formaður stjórnar Hönnunarsjóðs Íslands, tók á móti hópnum og fór hún meðal annars yfir þá uppbyggingu sem á sér stað í dalnum.

Þá hélt Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður FKA, einnig stutt opnunarávarp.

Léttar veitingar voru í boði og bauðst gestum tækifæri til að skoða Rafstöðina á aldarafmæli rafmagnsframleiðslu þar. Meðal annarra dagskrárliða voru lopapeysukeppni og upplifunarganga í Elliðaárhólmanum þar sem hönnunarinnsetningar voru skoðaðar.

70 ár eru nú liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Elliðaárdalnum af starfsfólki Orkuveitunnar. hmr@mbl.is