Olíufélag Skeljungur er skráður í Kauphöll Íslands og er markaðsvirði fyrirtækisins 25,2 milljarðar króna og hefur hækkað um 45% á árinu.
Olíufélag Skeljungur er skráður í Kauphöll Íslands og er markaðsvirði fyrirtækisins 25,2 milljarðar króna og hefur hækkað um 45% á árinu. — Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Skeljungur hefur gengið til einkaviðræðna við Sp/f Orkufelagið í Færeyjum um sölu á dótturfélagi sínu þar í landi, P/F Magn.

Skeljungur hefur gengið til einkaviðræðna við Sp/f Orkufelagið í Færeyjum um sölu á dótturfélagi sínu þar í landi, P/F Magn. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nemur söluverðmætið um 12,4 milljörðum og að teknu tilliti til yfirtöku skulda er salan metin á 10 milljarða. Er það 6,3 milljörðum hærri fjárhæð en bókfært virði félagsins. Sp/f Orkufelagið var stofnað í febrúar síðastliðnum af Ben Arabo, Teiti Nolsøe Poulsen og Tommy Næs Djurhuus. Þar er ekki um nýgræðinga í orkugeiranum að ræða. Arabo var stjórnarformaður Atlantic Petroleum um nokkurra ára skeið og er nú stjórnarformaður BankNordik. Poulsen er fjármálastjóri Lundin Energy og starfaði áður hjá Det Norsk Oljeselskap ASA. Djurhuus er hins vegar forstjóri og eigandi viðskiptaferðaskrifstofunnar Alpha Travel Int.

Hlutabréf Skeljungs hækkuðu um 7,4% í viðskiptum gærdagsins í kjölfar þess að tilkynnt var um söluferlið.