Dettifoss Viðbragðsáætlun Eimskips var virkjuð eftir að smitið kom upp.
Dettifoss Viðbragðsáætlun Eimskips var virkjuð eftir að smitið kom upp. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Smit kom upp hjá einum skipverja um borð í flutningaskipi Eimskips, Dettifossi. Skipið kom til hafnar á þriðjudag í Reykjavík eftir siglingu frá Grænlandi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð og öll áhöfn sem um borð var fór í sóttkví í landi.

Smit kom upp hjá einum skipverja um borð í flutningaskipi Eimskips, Dettifossi. Skipið kom til hafnar á þriðjudag í Reykjavík eftir siglingu frá Grænlandi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð og öll áhöfn sem um borð var fór í sóttkví í landi. Skipið var þrifið og ný áhöfn tók við og hélt skipið því áfram sinni áætlun á miðvikudag.

„Það kemur upp grunur um smit, maðurinn fer síðan í próf þegar komið er í höfn og reynist vera smitaður þannig að áhöfnin sem var um borð fór bara í sóttkví, skipt var um áhöfn og skipið þrifið,“ segir Edda Rut Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Eimskips. Edda segir það auðvitað hafa verið áfall að þetta komi upp en að miðað við ástandið í dag sé þetta viðbúið. „Þrátt fyrir að við gerum miklar varúðarráðstafanir í kringum þetta allt saman þá getur þetta komið upp. Við vorum með okkar viðbragðsáætlun tilbúna og gengum bara í það.“