— Morgunblaðið/Eggert
Möguleikar Íslands á að blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok næsta árs minnkuðu verulega í gærkvöld með ósigri gegn Rúmenum, 0:2, á Laugardalsvellinum.

Möguleikar Íslands á að blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok næsta árs minnkuðu verulega í gærkvöld með ósigri gegn Rúmenum, 0:2, á Laugardalsvellinum. Eftir góðan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins, sem var án margra sterkra leikmanna, fékk það á sig mark í byrjun síðari hálfleiks og róðurinn var þungur eftir það. Ísland leikur næst við Norður-Makedóníu á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. 30-31