Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efna í sjötta sinn til tónleika í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu í kvöld og eiga nú í samstarfi við Þjóðleikhúsið og tónleikarnir helgaðir leikhústónlist.
Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efna í sjötta sinn til tónleika í beinni útsendingu frá Eldborg í Hörpu í kvöld og eiga nú í samstarfi við Þjóðleikhúsið og tónleikarnir helgaðir leikhústónlist. Listafólk Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveit Íslands og fjöldi einsöngvara munu flytja þjóðinni leikhúsperlur og kynnar verða að vanda Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og munu margir einsöngvarar stíga á svið sem og söngsveitin Fílharmonía og leikhópur Þjóðleikhússins. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verða þeir í beinni útsendingu á RÚV og á Rás 1.