Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir ákveðna ringulreið ríkja í skólum landsins vegna reglna heilbrigðisráðuneytisins, sem kynntar voru í ágúst, um sóttkví barna í leik- og grunnskólum.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir ákveðna ringulreið ríkja í skólum landsins vegna reglna heilbrigðisráðuneytisins, sem kynntar voru í ágúst, um sóttkví barna í leik- og grunnskólum.

Samkvæmt reglunum tekur ákvörðun um sóttkví mið af samverutíma, nánd samskipta og tíðni þeirra. „Það er búið að vera gríðarlega mikið álag inni í skólunum, en samt sem áður virðist þetta ekki vera nægilega skýrt. Það er að segja foreldrar eru ekki nægilega upplýstir að þeirra mati og jafnvel kennararnir eru ekki ásáttir um það hvaða upplýsingar smitrakningarteymin fá til sín, til þess að tilkynna þeim foreldrum sem eiga börn sem eiga að fara í sóttkví.“

Hún segir að sumir sem ættu líklega að fara í sóttkví fái ekki tilkynningu, „samt sem áður eru foreldrarnir meðvitaðir um að þessi börn hafa verið í sama rými og verið að leika á sama stað. Því er ákveðið óöryggi í foreldrahópnum og kennarahópnum með þessar nýju reglur sem ætlað er að fækka þeim sem fara í sóttkví.“

Samfélagið þurfi að gera allt sem það geti til þess að fækka smitum. „Við gerum það með því að fækka þeim sem eru útsettir og það gerum við með því að minnka hópana og hólfa skólana.“

Víða sé hólfaskiptingu ábótavant. „Það má ekki gleymast í þessari tilraun okkar í því að fækka þeim sem fara í sóttkví. Þá erum við í raun að viðhalda þessari veiru inni í skólunum.“ urdur@mbl.is