Reynsla Thelma Björg Björnsdóttir í skriðsundinu í gær. Hún hefur nú keppt á tveimur Ólympíumótum og stefnir ótrauð á það þriðja.
Reynsla Thelma Björg Björnsdóttir í skriðsundinu í gær. Hún hefur nú keppt á tveimur Ólympíumótum og stefnir ótrauð á það þriðja. — Ljósmynd/ÍF
Víðir Sigurðsson í Tókýó vs@mbl.is Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir hefur sett stefnuna á sitt þriðja Ólympíumót fatlaðra í París eftir þrjú ár og á heimsmeistaramótið í sundi sem fer fram í Funchal á portúgölsku eyjunni Madeira á næsta ári.

Víðir Sigurðsson í Tókýó

vs@mbl.is

Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir hefur sett stefnuna á sitt þriðja Ólympíumót fatlaðra í París eftir þrjú ár og á heimsmeistaramótið í sundi sem fer fram í Funchal á portúgölsku eyjunni Madeira á næsta ári.

Thelma sagði þetta við Morgunblaðið í Tókýó í gær eftir að hún lauk keppni í seinni grein sinni á Ólympíumótinu, 400 metra skriðsundi í flokki S6, hreyfihamlaðra. Þar náði hún sér ekki á strik og varð síðust af þrettán keppendum á rúmlega 20 sekúndum lakari tíma en hún á best. Thelma synti vegalengdina á 6:31,37 mínútum. Þetta var aukagrein hjá Thelmu, fyrst og fremst fallin til þess að auka keppnisreynsluna, en hún komst í úrslit í aðalgrein sinni, 100 metra bringusundinu, um síðustu helgi og hafnaði í áttunda sæti.

Hún keppti áður á mótinu í Ríó árið 2016 og stefnir ótrauð að því að komast í hóp þeirra Íslendinga sem mest hafa keppt á þessum vettvangi. Nánar á Ólympíuvef mbl.is.