Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þó að lítið sé um málefnalega umræðu í kosningabaráttunni er þó aðeins byrjuð að dragast upp mynd af áherslum flokka. Í skattamálum hafa flokkar til að mynda afar ólíka sýn þar sem vinstri flokkarnir tala fyrir hærri sköttum en aðrir ekki, eða fyrir skattalækkunum. Í viðtalsþættinum Dagmálum var í vikunni rætt um efnahagsmál og þar voru fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar, sem báðar lýstu áhuga á hærri sköttum.

Þó að lítið sé um málefnalega umræðu í kosningabaráttunni er þó aðeins byrjuð að dragast upp mynd af áherslum flokka. Í skattamálum hafa flokkar til að mynda afar ólíka sýn þar sem vinstri flokkarnir tala fyrir hærri sköttum en aðrir ekki, eða fyrir skattalækkunum. Í viðtalsþættinum Dagmálum var í vikunni rætt um efnahagsmál og þar voru fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar, sem báðar lýstu áhuga á hærri sköttum.

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingar, vill hækka eignaskatta og talar um „hóflega“ prósentu á eignir í því sambandi og segir það snúast um að „klípa af ávöxtun eigna“. Hún lýsti þessu svona: „Segjum sem svo að þú sitjir á [!] 500 milljónum króna. Ef þú færð 1 til 1,5 prósent ofan á þig, hvað gerir það? Jú, það þýðir að þú þarft í stað þess að sækja 3-4% ávöxtun þá reynir þú að sækja 5-7% ávöxtun. Og hvað þýðir það? Í stað þess að vera bara í ríkisbréfum, löngum skuldabréfum, þá fjárfestir þú í einhverju nýsköpunarfyrirtæki.“

Þetta er auðvitað tær snilld og það eina sem hægt er að finna að þessari snjöllu hugmynd er að skatturinn eigi að vera hóflegur, því að með því að hafa hann óhóflegan mætti ná enn meiri árangri á sviði nýsköpunar.

Úr þessu verður eflaust bætt en þangað til geta kjósendur huggað sig við að frambjóðendur Samfylkingar og VG náðu ágætlega saman um að hækka fjármagnstekjuskattinn, sem mun augljóslega ýta undir nýsköpun ekki síður en óhóflegur eignaskattur.