Lokaspilið. N-Allir Norður &spade;1052 &heart;1054 ⋄KD10 &klubs;8732 Vestur Austur &spade;G63 &spade;KD9874 &heart;76 &heart;8 ⋄Á976532 ⋄G84 &klubs;D &klubs;K106 Suður &spade;Á &heart;ÁKDG932 ⋄-- &klubs;ÁG954 Suður spilar 6&heart;.

Lokaspilið. N-Allir

Norður
1052
1054
KD10
8732

Vestur Austur
G63 KD9874
76 8
Á976532 G84
D K106

Suður
Á
ÁKDG932
--
ÁG954

Suður spilar 6.

Óskar ugla dró vitverjuna niður á breiðan hálsinn: „Það eru tuttugu lausar sagnir frá tveimur tíglum upp í sex hjörtu og það hlýtur að vera hægt að nota eina þeirra í uppbyggilegum tilgangi.“

Þeir Magnús mörgæs voru að skoða síðasta spil Evrópumótsins – svakalega sleggju í suður, sem á að segja við opnun austurs á 2, multi. Flestir tóku undir sig blint stökk í 6 og lentu mjúkri lendingu á réttum stað. „Heppilegt að norður átti ekki hjónin í laufi,“ samsinnti Magnús.

Mihai Grigoriu og Stefan Iancu frá Rúmeníu leystu spilið vel, að mati fuglanna: Suður sagði 4 við 2 í merkingunni lauf og hálitur, norður hleraði með 4 og suður stökk í 6. „Nú er auðvelt fyrir norður að segja sjö með fyllingu í laufið.“

Svíinn Peter Bertheau opnunardoblaði 2. Vestur passaði til að sýna tígul og það gerði Simon Hult í norður líka. Átta slagir.